<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 26, 2004

Já, ætli maður ætti ekki að byrja að blogga betur.....veturinn að koma og ritletin að fara með sumrinu......sit uppi á bókhlöðu núna og ég sit með lappann hjá öllum tölvunum og ég sver það, mig svimar það er svo mikið "vibe" í loftinu.....bíð eftir þvi að fljótlega fari að líða yfir alla og það þurfi að fjarlæga straumana.....eða vottever.
Var í prófi í morgun og líka í gær, gekk bara svona assgoti vel, sátt með mína :) Það gengur annars bara ágætlega í spænskunni, ég hugsa samt að ég bæti við mig einhverju öðru fagi á næsta ári, kannski ég prófi einn tölvufræðikúrs.
Það er svaka gaman þessa dagana, er að reyna að venja mig á að vakna snemma þar sem að í næstu viku byrja ég að kenna kl.06:30 á morgnana takk fyrir!!
Ég veit ekki hvort að þið munið en að ég er mesta B - manneskja í heimi og það er sko EKKI gaman að vekja mig eða rétt svo yrða á mig á morgnana......ég er að skána með þetta en samt....HALLÓ, kl. hálf sjö á morgnana, *gúlp*
Ef þið hafið einhver góð ráð um hvernig ég get vaknað sem auðveldast, endilega segið mér, mín er desperate! Adios ;)

------------------------------------------------------

mánudagur, október 18, 2004

Hæhæ :) Vííí....en hvað það var gaman að vakna í morgun og sjá snjó allsstaðar ;)
Það er búið að vera ansi strembið að gera um helgina, var á kennaranámskeiði í Hreyfingu allan sunnudaginn og á laugardeginum var ég að kenna og fórum svo á gallerísýningu á laugardeginum. Mér líður samt eins og að ég sé lasin, var allaveganna að drepast allan gærdaginn, vona að það sé bara þreyta frekar en almennileg pest....:/

En allaveganna, stay cool in the pool og sorry að ég kom ekki í kaffiboðið :/

------------------------------------------------------

þriðjudagur, október 05, 2004

Hæhæ folks ;) Nei, ég er ekki dauð eins og margir hafa haldið og nei, ég er ekki antisocial. Það er bara búið að vera meira en mikið að gera hjá mér síðastliðnar vikur en ég sé fram á bjartari tíma á komandi vikum (hljómar eins og veðurspá ;) )

Ég verð nú að segja að það var svakalega gaman að hitta ykkur beibs í kaffiboðinu um helgina þó svo að við hefðum bara stoppað stutt við. Og jeminn eini hvað dúllan hennar Þóru er mikið æði.......þvílíkar og aðrar eins klukknabjöllur hef ég ekki heyrt í áður.
Svo eru Rebekka og Ester að koma í bæinn skilst mér.....við verðum nú að taka gott djamm á laugardagskvöldið, what about that??
Hlakka til að fara í skírnina á laugardaginn, ég kem allaveganna í kirkjuna, ég veit ekki hvort að ég nái skírnarveislunni. Var búin að lofa pabba að hjálpa honum að leggja lokahönd á flutningana. Er búin að vera síðastliðna viku að hjálpa honum að innrétta nýju íbúðina, svaka stuð :)
Well, study,study,study........heyri í ykkur ;)

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?