<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ég vil óska henni Ester innilega til hamingju með 23 ára afmælið! :)

Annars þá hef ég bara brjálað að gera eins og alltaf.....er að fara til London á fimmtudaginn....yeah, london baby.....;) Er kominn nettur fílingur í litlu tá hjá mér ;)

Skólinn allur að gera sig og mín sátt með lífið :)

Hvað á annars að gera um helgina?

"vupahhh"

------------------------------------------------------

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Takk fyrir skemmtilega helgi stelpur :) sumarbústaðaferðin var æði!
Discculpame chicas por no haber ido con ustedes el viernes, no lo podía......perdónenme....? :)






Erla og Guðrún afmælisbarn í sveiflunni ;) heheheh......

ble...

------------------------------------------------------

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Hver vill.....?
.....fara til útlanda? Oh, yeah...mig langar svo mikið, allir bæklingarnir streyma heim...jeminn eini, varla boðlegt að maður heimti sumarfríið sitt strax í janúar ;)
Annars þá er allt á fullu að undirbúa fyrir ferðina með NESU til Tampere í Finnlandi. Ég er voðalega spennt, enda er þetta nú eitthvað fyrir mig, ha, haldiði?
Vinkona mín er forseti AIESEC, samtök fyrir starfaskipti stúdenta og ráðstefnur og fullt fleira, og míns er meira en lítið heilluð, ætla að reyna að búa til aukatíma og taka þátt í samtökunum.
Nóg að gera, látið nú heyra í ykkur.....hver eru sumarplönin? :)

Una cerveza por favor.......!!

------------------------------------------------------

föstudagur, janúar 13, 2006

Are you kidding in me??
Það er lygilegt hvað það kyngdi mikið af snjó í nótt, ég rétt náði að teygja angana yfir snjóskaflana í morgun í átt að bílnum og svo loksins þegar þar var komið þá tók við að skafa af hálfs metra lag af snjó af öllum bílnum. Greyið börnin í nágrenninu, ég hefði ekki getað blótað þessu meira, mín á hraðferð á bókhlöðuna með allt ready. god damn it!
En þetta hafðist og gott betur en það - enginn árekstur á leiðinni :)

Farið varlega í dag mín kæru :p

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?