<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Jæja.......Nýr dagur á nýju ári. Mikið ofboðslega er ég fegin að nýtt ár sé hafið. Árið 2003 var ár brjálæðisins.......án gríns, ég hef ALDREI í mínu litla lífi haft jafn mikið að gera. Enda verður risatala sem fer á skattaskýrsluna miðað við hvað ég vann mikið. Þrátt fyrir þessa sjúklegu vinnu þá einhvernveginn tókst mér að klára stúdentinn líka. Á önninni fór ég til Austurríkis að hitta pabba minn eftir 6 ára fjarveru, fór í aðgerð,  og byrjaði að kenna uppi í Betrunarhúsinu. Þannig að gleðitárin létu sig ekki vanta þegar ég vissi að ég hefði náð blessuðum prófunum :)
Sumarið var mjög skemmtilegt, ekkert nema djamm og flipperí. Ég, Ingunn, Tóta og Gísli mörkuðum spor okkar í djamminu þegar við fórum til Hróarskeldu og upplifðum danska stemningu beint í æð með Tuborg (eða Smirnoff Ice ;) )
 Tóta og Ingunn héldu svo áfram ferðinni um Evrópu og í enda ferðarinnar (á spáni) hittu þær okkur stelpurnar, en ég ákvað að skella mér þangað bara líka. Sú ferð var mjög minnisstæð, hélt að ég ætti heiminn ef ég á að segja eins og er........hiti og margarítur.......næstum því allar MH-gals á staðnum.........semsagt, bókstaflega hafði heiminn í litla vasanum á mér :) Þannig að í ár fór ég í 3 utanlandsferðir og toppi aðrir menntskælingar mig....allar borgaði ég sjálf og er þokkalega sátt með hlutskiptin. Ég þakka fyrir árið og jú, ég segi það aftur..........ekkert smá fegin að árið sé búið. Núna taka við ár danaveldis og ferðalaga!

Hasta la vista amigos.........ég verð farin ekki á morgun heldur hinn og kveðjupartýið stendur á föstudagskvöldið hlakka til að sjá ykkur og kveðja........þangað til næst, lifið heil.

------------------------------------------------------
Comments: Skrifa ummæli
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?