<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Prófin að koma.....og helgarnar verða yfirmáta rólegar. Eins og þið sjáið viðbrögðin í kommentunum í síðasta bloggi þá bara gerði enginn neitt ;)
Það var óskaplega gaman að hitta Esteri og co. á laugardagskvöldið og ég gæti vel trúað að Ester sé enn smá sár (eins og ég) yfir burstið í Trivial Pursuit; Ingunn, ég spila þetta ekki aftur með þér! (Nema við séum saman í liði...hehe )
Ég afrekaði það nú að fara í bíó á sunnudeginum og sjá fína mynd, "Serenity", gaman að sjá svona geim mynd eftir langan tíma. Ég mæli endilega með henni.....en jæja, bækurnar kalla, prófin að koma........að koma........:S

------------------------------------------------------

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Jesus Bobby!....já, merkilegt að sjá hvað verður úr fólki.
Mér finnst eins og ALLIR í kringum mig séu að verða háskólaprófessorar, byrja lífið, byggja grunn, fjölskylda, bíll, húsnæði, eldhúsinnrétting, og allur pakkinn.....u know how it is.
Svo stoppar maður og "púff" allur pakkinn virkar ekkert jafn spennandi og maður áttar sig á að stressið við að byggja allt upp hefði léttilega getað verið 50% minna og maður væri betur andlega settur síðar meir.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir akkúrat EKKERT máli nema samskipti þín við þig og þína. Hvað gefur manni meiri ánægju en að gleðja litlu systkini sín? hjálpa ömmu og afa? fara í skemmtilegt partý með vinunum?
Nákvæmlega......ég veit ekki hvað gefur manni meiri ánægju......
En Erla heimspekingur ætlar að leggja út í lífið strax í dag með fókus á minna stress og meiri hamingju :)

Lifið heil og hlustið á Erlu speking ;)

p.s. hver eru helgarplönin?

------------------------------------------------------

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

MIKIÐ DJÖFULL VAR ÉG ÞUNN!!! á sunnudaginn.........en mikið djöfull var líka GAMAN á laugardaginn (!!!) :):):)




Ég man ekki eftir svona vel lukkuðu partýi í laaaaaangan tíma.....well, kannski var ég bara svona mega jolly, en ég allaveganna skemmti mér meira en lítið vel og allir með bros á vör :)
Ég tala nú ekki um hversu margir reyndu að telja mér trú um að trefillinn minn væri blár. Hann er SKO grænn á litinn, en mig minnir að það hafi verið hlegið ansi dátt að þessum látum í mér :s
Ég þakka enn og aftur fyrir mig.
Takk, takk og feitur knús :*



------------------------------------------------------
Takk fyrir mig! Þær voru yndislegar afmæliskveðjurnar frá ykkur öllum ;) Mér finnst alltaf jafn gaman og líka skrýtið að eiga afmæli........allir að fagna því að maður verður eldri, fagna því að hafa komið í heiminn.....:p
Nú hefur allt verið sett í "the decoration" gír og undirbúningurinn fyrir helgina er í hámarki.....það endar pottþétt með því að ég verð orðin svo spennt að ég verð farin yfir mörkin fyrir kl.20:00.
Hasta el sábado..........besos!

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?