<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 06, 2006

Regent Palace Hotel blasti við okkur í Central London seint á fimmtudagskveldi eftir u.þ.b. 7 tíma ferðalag með bíl, flugvél, lest og neðanjarðarlest ;)
-" Jú, við vorum með bókað reyklaust herbergi, það passar"
-" ha, ekkert laust??!?!"
-"Já, ok, við tökum það þá"

Skundum upp og þvílíkur viðbjóður blast við okkur mæðgum, við skokkuðum niður hið snarasta með víkingalookið og heimtuðum annað herbergi!
Fengum annað herbergi, hótelgæjinn glotti nú einum of mikið við afgreiðsluna....fórum upp og fengum alveg jafn vibba herbergi NEMA núna vorum við upp við götuna svo að engin leið var að sofna nema með eyrnatappa og 2 kodda yfir hausnum.....

Vöknuðum á föstudeginum "allferskar" eftir nóttina og skunduðum út í London baby yeah ;) Skoðuðum okkur um og hoppuðum inn og út úr "Underground" eins og við hefðum ekki gert neitt annað allt okkar líf :p
Enduðum daginn á rosalega skemmtilegri leikhússýningu sem heitir STOMP, mæli eindregið með því ef að þið fílið trommuslætti, dans og fíflagang :D

-" Yes, we had a non smoking room.....can we have it now?"
-"thank you, please"

Færðum allan farangurinn í þriðja herbergið - LOKSINS. Og þetta var skárra, sem betur fer, enda voru þolinmæðistaugarnar farnar að titra píndið.

Eyddum mest öllum laugardeginum á Oxford stræti og á Starbucks..hehe....eins gott að hafa MIKLA orku fyrir búðarrápin og enduðum kvöldið í Tate museum sem var vægast sagt GEGGJAÐ! :)

Á sunnudeginum ákváðum við að vera menningarlegar og fórum í Sight Seeing Bus um London og höfðum voðalega gaman. Mamma reyndi að plata mig inn í einhverjar kirkjur en mín stamaði bara ..." ég hef ekkert voðalega gaman af því að skoða kirkjur" og endaði með því að snúa vinklinum og plataði mömmu inn í Draugahús...hehheh :D:D

Það var hörkufjör, heitir London Dungeon eitthvað, mjög skemmtilegt. Vorum einn og hálfan tíma í draugahúsinu og þegar út var komið vorum við að verða of seinar til að fara heim.

Anyways.....home sweet home........mér finnst það alltaf lang best að koma heim :)

-> Fer svo til Finnlands á sunnudagsmorguninn næsta, styrktarsöfnunin gekk vel, sem betur fer :)

Hvernig var helgin hjá þér?? :*

------------------------------------------------------
Comments: Skrifa ummæli
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?