þriðjudagur, júní 13, 2006
Djamming, bamming og Þórsmörk ;)
Nóg að gera hjá minni þessa dagana :) Ákvað að reyna að rifja upp eróbikk brjálæðis taktana sem maður lifði fyrir hér í den ;) Fékk mánaðarkort gefins hjá Hreyfingu og skellti mér í tíma í síðustu viku...meira en lítið stuð! Svo til að halda "the spirit" gangandi ákvað ég í þrjóskukasti að fara ÚT AÐ HLAUPA í þessum 40 m/s stormi sem var í gærkvöldi.....ég entist 5 mín, orðin vel blá í framan sökum súrefnisskorts......HVERNIG á maður að anda inn og út þegar vindurinn treður sér bara inn í lungun sjálfkrafa?! Talandi nú ekki um á 40 m/s ;)
Svo ætla ég að skella mér upp í Þórsmörk um helgina, er ágætlega spennt fyrir því, ég bið bara til Guðs um að veðrið verði skárra :) Pabbi og Áslaug eru einmitt skálavörður uppfrá þennan mánuðinn svo að ætli ég hjálpi ekki eitthvað til :)
Þangað til næst krúsídúllurnar mínar.........happy sporty days :)
------------------------------------------------------
Nóg að gera hjá minni þessa dagana :) Ákvað að reyna að rifja upp eróbikk brjálæðis taktana sem maður lifði fyrir hér í den ;) Fékk mánaðarkort gefins hjá Hreyfingu og skellti mér í tíma í síðustu viku...meira en lítið stuð! Svo til að halda "the spirit" gangandi ákvað ég í þrjóskukasti að fara ÚT AÐ HLAUPA í þessum 40 m/s stormi sem var í gærkvöldi.....ég entist 5 mín, orðin vel blá í framan sökum súrefnisskorts......HVERNIG á maður að anda inn og út þegar vindurinn treður sér bara inn í lungun sjálfkrafa?! Talandi nú ekki um á 40 m/s ;)
Svo ætla ég að skella mér upp í Þórsmörk um helgina, er ágætlega spennt fyrir því, ég bið bara til Guðs um að veðrið verði skárra :) Pabbi og Áslaug eru einmitt skálavörður uppfrá þennan mánuðinn svo að ætli ég hjálpi ekki eitthvað til :)
Þangað til næst krúsídúllurnar mínar.........happy sporty days :)
------------------------------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli