fimmtudagur, júní 22, 2006
Sumarið er komið?
Já, ég vona það svo innilega :) Það er æðislegt hvað maður fer í gott skap af því að láta sólina skína framan í sig. Just love að gretta mig framan í hana ;) Helst ná spékoppunum fram, það er best :p
Ég ætla að skella mér aftur í Þórsmörk um helgina, það var svo gaman síðustu helgi....varðeldur, fuglasöngur, gott veður, göngutúrar.....get ekki beðið um meira :)
Um síðustu helgi var voða rólegt þar, en djíses kræst....á laugardagskvöldinu þá voru 3 gaurar, kannski svona 18-19 ára, á fylliríi þarna uppfrá og þeim svona "datt" í hug að hella grillvökva yfir pallinn fyrir framan skálana og reyndu að kveikja í. Hvað er að fólki?! Ég held að þeir séu alvarlega heiladauðir að gera þetta og það að þeir voru undir áhrifum áfengis er engin afsökun. Ef að þeim hefði tekist að kveikja í þá hefði öll Þórsmörk brunnið til kaldra kola, það er allt byggt úr viði þarna og tala nú ekki um allan gróðurinn. Já, svona geta sumir verið heimskir!
Við hittumst MH-skvísurnar í vikunni í heimboði hjá Ágústu, það var voðalega næs. Hún er svo gestrisin hún Ágústa, ég er viss um að ef að hún ætti gistiheimili eða hótel þá myndi hún "rokka" ;)
Svo er Ingunn vinkona að fara að útskrifast úr verkfræði um helgina, til hamingju dúllan mín! Þetta er merkur áfangi :)
En jæja, langlokan búin í bili, hafið það gott um helgina...
kv. Erla spékoppagretta
------------------------------------------------------
Já, ég vona það svo innilega :) Það er æðislegt hvað maður fer í gott skap af því að láta sólina skína framan í sig. Just love að gretta mig framan í hana ;) Helst ná spékoppunum fram, það er best :p
Ég ætla að skella mér aftur í Þórsmörk um helgina, það var svo gaman síðustu helgi....varðeldur, fuglasöngur, gott veður, göngutúrar.....get ekki beðið um meira :)
Um síðustu helgi var voða rólegt þar, en djíses kræst....á laugardagskvöldinu þá voru 3 gaurar, kannski svona 18-19 ára, á fylliríi þarna uppfrá og þeim svona "datt" í hug að hella grillvökva yfir pallinn fyrir framan skálana og reyndu að kveikja í. Hvað er að fólki?! Ég held að þeir séu alvarlega heiladauðir að gera þetta og það að þeir voru undir áhrifum áfengis er engin afsökun. Ef að þeim hefði tekist að kveikja í þá hefði öll Þórsmörk brunnið til kaldra kola, það er allt byggt úr viði þarna og tala nú ekki um allan gróðurinn. Já, svona geta sumir verið heimskir!
Við hittumst MH-skvísurnar í vikunni í heimboði hjá Ágústu, það var voðalega næs. Hún er svo gestrisin hún Ágústa, ég er viss um að ef að hún ætti gistiheimili eða hótel þá myndi hún "rokka" ;)
Svo er Ingunn vinkona að fara að útskrifast úr verkfræði um helgina, til hamingju dúllan mín! Þetta er merkur áfangi :)
En jæja, langlokan búin í bili, hafið það gott um helgina...
kv. Erla spékoppagretta
------------------------------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli