<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 16, 2006

Góðan daginn folks! :)

Long time no write.....en það er nú ekkert svo mikið búið að ske síðan síðast. Það sem náttúrulega brennur á vörum allra að spyrja mig er jú "ætli hún sé orðin frísk?" Og jú, svarið er "já" :) HALELÚJA!

Vegna veikindanna hef ég haft alveg ólýsanlega mikið að gera for catching up í skólanum.
Svo hef ég verið svo dugleg í bíóhúsunum síðastliðnar vikur að mér finnst ég ætti að vera celebrity moviewatcher! ;p
Ég horfði á "United-93", hágrátandi yfir henni, ein uppi í rúmi heima, lasin......en vá, þetta er þrusugóð mynd!
Þar af leiðandi varð ég að skella mér á "World Trade Center" þegar hún kom í bíó og guð minn góður, þetta er leiðinlegasta og þurrasta mynd sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni séð. Guð hjálpi þeim sem fara á myndina að halda sér vakandi!
Og loks um helgina sá ég "Jackass 2"...hehe......þetta er mögnuð mynd, ég hló eins og asni að þessum uppátækjum í þeim. Ég meina, hver fær borgað fyrir að láta naut hlaupa yfir sig?? ;) heheheh........

Svo fór ég með Anítu flugfreyju á Footloose um helgina, mjög skemmtilegt stykki, ég mæli eindregið með sýningunni :)

En það sem að stendur kannski hæst upp úr síðustu helgi er opnun IKEA.....Jesus Bobby! Þetta er nottla bara dauðagildra fyrir konur....maður missir sig í að skoða þetta. Mig langaði bara í ALLT! En það var ekki séns að versla almennilega þar sem hálft Ísland var saman komið þarna. Ég bara meikaði það ekki, ég hugsa það sé bara betra að fara þegar það er rólegra, t.d. á þriðjudegi kl.14:00 ;)

Eníhús.....the critic says "have a bloody good monday"....adios!

------------------------------------------------------

þriðjudagur, október 10, 2006

Væl, væl og meira vælublogg.....

Svona yfirleitt þegar ég les blogg frá öðru fólki og það er að væla yfir einhverju, þá nenni ég ekki að lesa. Þannig er það bara....það er HUNDLEIÐINLEGT að lesa væl frá fólki. Þess vegna ber ég engan kvala til þess sem nennir ekki að lesa ÞETTA væl í mér.
Ég bara er í svo miklu vælustuði að ég bara verð að koma því frá mér. Þetta er nú ekkert síríus væl, meira bara svona....nagg.....tuð.....og suð.....

Well, byrjuð á því að ég vaknaði í gær með heljarinnar blóðnasir, svo mikil blæðing var að ég náði ekki að stoppa það í um 10 mínútur......yes, þið lásuð rétt......ég hef aldrei upplifað annað eins. Þessu fylgdi náttúrulega versti höfuðverkur sem ég hef upplifað og svimi allan daginn.
Þetta upplifði ég AFTUR í morgun á leiðinni í skólann sem gerði það að verkum að ég klessti "næstum því" á 5 aðra bíla á meðan ég reyndi að halda um nefið og halda aftur af blóðinu.....*smekklegt*

Í þokkabót þá gat ég ekki komið mér frá því að kenna pallatímann í gær og ég mætti galvösk með falsbros og reyndi að pína fólkið áfram. Vitaskuld var púlsinn kominn í hæstu hæðir bara við það að "ganga á staðnum". The worst training ever.....:(

Ég vona svo innilega að dagurinn í dag verði minna væl en gærdagurinn. Og nú, ef ekki.....I'll keep you posted.....

Erla - vælari!

------------------------------------------------------

fimmtudagur, október 05, 2006

Takk fyrir mig!

Síðasta helgi var algjört æði, ég þakka enn og aftur fyrir mikinn hlátur, partýspilið, dr.mister and mr.handsome, síðasta ópalskotið hennar Esterar, dýnuna í stofunni, leynigjásferðina, kúrekastígvélin í hrauninu...., kryddkökuna hennar Brynhildar, pizzuna á tikktakk! og síðast en ekki síst fyrir að hafa ekki getað vakið mig á laugardeginum...hehe...

....vegna þess að mín er með engan smá helv* vírus í augunum og ég telst heppin að vera með færri en 25 stafsetningarvillur í blogginu þar sem að ég sé ekki sjitt! Er búin að maka kremi í augun eins og mér væri borgað fyrir það, þar af leiðandi lít ég út eins og mr. Magoo og labba á veggi, borð, stóla og fleiri aðskotahluti á gólfinu :S

Já, ykkur gæti fundist það fyndið en mér er sko ekki hlátur í hug....ég er að fara að kenna á eftir og tel mig heppna ef ég hitti á pallinn....Guð blessi mig!

Annars er lítið að frétta annað en að ég verð á Fusion Fitness Festival alla helgina í Laugum, hlakkar ekkert smá til. Er búin að bíða eftir þessu síðan í júlí, tala nú ekki um hvað það verður kósý í baðstofuni eftir á....aaaa......dekur ;)

Ég fór á geggjaða mynd á sunnudagskvöldið, hún heitir CRANK, og jeminn eini! Fariði á hana! :) Hún er tær snilld, þetta er bresk mynd og það þarf ekkert að bæta neinu við það....just go see it! :)

Jæja snúllurnar mínar.....verð þó að játa að mér fannst ég sorgleg að horfa á ANTM ALEIN í gærkvöldi, maður er orðinn svo vanur því að hittast alltaf á miðvikudagskvöldum yfir rockstar....hvað segiði mh-gels, getum við ekki gert eitthvað svoleiðis sniðugt áfram? ;)

Adios mis amigas!

------------------------------------------------------

sunnudagur, október 01, 2006

Ich komme!......
Yes, Akureyrarferðin á morgun klukkan sautjónhundruð SHARP! ;) Eftir settlegan fund í Tótuhúsi í gærkvöldi var ákveðið yfir L-word í sjónvarpinu að værsegú vi skal komme til Akureyrisbæ yfir helgina
Til að undirbúa ferðina fór ég auðvitað í klippingu í morgun og er eins og hefðardömu sæmir (þessa stundina)....sjáum til hvernig ég verð eftir að ég er búin að labba úti í vindinum :p

Ég er svo að fara að kenna á eftir...minni velunnara að kíkja í tíma til mín kl.16:30 þri. og fim. :D Tímarnir hafa gengið vel og síðast voru komnar 20 sprækar inn í tíma til mín, svo að girls....ef þið viljið pláss og sjá the most famous pallakennara á landinu, þá vitiði hvert þið eigið að mæta...hehe....(ego búst!!!!)

Í kvöld fer ég á skyndihjálparnámskeið á vegum World Class svo að þið gellz á Akureyri þurfið ekki að óttast að ég kunni ekki handtökin ;)

Eníhús.....ég býst við því um helgina að ég verði ÚR sambandi, klædd í KJÓL, hoppandi á Dr.MR. AND MR.HANSOME með Kristal plús í hendinni...hehe.......

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?