<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 16, 2006

Góðan daginn folks! :)

Long time no write.....en það er nú ekkert svo mikið búið að ske síðan síðast. Það sem náttúrulega brennur á vörum allra að spyrja mig er jú "ætli hún sé orðin frísk?" Og jú, svarið er "já" :) HALELÚJA!

Vegna veikindanna hef ég haft alveg ólýsanlega mikið að gera for catching up í skólanum.
Svo hef ég verið svo dugleg í bíóhúsunum síðastliðnar vikur að mér finnst ég ætti að vera celebrity moviewatcher! ;p
Ég horfði á "United-93", hágrátandi yfir henni, ein uppi í rúmi heima, lasin......en vá, þetta er þrusugóð mynd!
Þar af leiðandi varð ég að skella mér á "World Trade Center" þegar hún kom í bíó og guð minn góður, þetta er leiðinlegasta og þurrasta mynd sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni séð. Guð hjálpi þeim sem fara á myndina að halda sér vakandi!
Og loks um helgina sá ég "Jackass 2"...hehe......þetta er mögnuð mynd, ég hló eins og asni að þessum uppátækjum í þeim. Ég meina, hver fær borgað fyrir að láta naut hlaupa yfir sig?? ;) heheheh........

Svo fór ég með Anítu flugfreyju á Footloose um helgina, mjög skemmtilegt stykki, ég mæli eindregið með sýningunni :)

En það sem að stendur kannski hæst upp úr síðustu helgi er opnun IKEA.....Jesus Bobby! Þetta er nottla bara dauðagildra fyrir konur....maður missir sig í að skoða þetta. Mig langaði bara í ALLT! En það var ekki séns að versla almennilega þar sem hálft Ísland var saman komið þarna. Ég bara meikaði það ekki, ég hugsa það sé bara betra að fara þegar það er rólegra, t.d. á þriðjudegi kl.14:00 ;)

Eníhús.....the critic says "have a bloody good monday"....adios!

------------------------------------------------------
Comments: Skrifa ummæli
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?