<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 19, 2007

Ég er stór...

.....en ekki jafn stór og Carolin systir mín :S......sem eru viss vonbrigði ;)

-Erla litla, Carolin og kærastinn Stefan -

Jú, þið lesið rétt....Carolin systir mín frá Austurríki kom hingað í óvænta heimsókn í síðustu viku, mér til MIKILLAR gleði þar sem við höfum ekki hittst í 9 ár eða svo. Það er alveg til háborinnar skammar, sérstaklega í ljósi þess að hún á heima í Austurríki...aha.....snjór....aha.....skíði?....aha.....og hún vinnur sem skíðakennari yfir hátíðarnar....aha!!


- Mamma, Erla og Carolin -

Í tilefni þessa merka atburðar hef ég hoppað mikið í heimahúsum og dansað húllahúlla með indversku lagi sem ég fann á netinu!

Annars eru næstu mál á dagskrá........ afródans, kickbox, barnaafmæli, djamm og ritgerð um INTEL......lifið heil og gangið hægt um gleðinnar dyr....því að ég verð fyrir innan gleðidyrnar going crazy on the dancefloor! MUHAHAHA............;)

úúúje

------------------------------------------------------

miðvikudagur, október 10, 2007

Það mætti halda það væri djammmmmmm?......;)

Að sjálfsögðu rúlluðum við klassapíurnar upp keilumótinu ekki þessa helgi heldur síðustu...haha (ætti ég að blogga oftar?) Það er ekki frásögur færandi að *hóst* Erla * hóst* reyndist ekki sú færasta þarna í keilunni sjálfri beint....en í staðinn bjó hún til hinn efnilegasta keiludans og hinn margumtalaða peppuppsöng sem sumar afþökkuðu...I wonder why!



Eníhús....mottóið að vera með og hafa gaman var í #1 sæti þá helgina ;)



Síðustu helgi áttu 2 yndisfríðar píur útskrift, til hamingju Hildur og til hamingju Þóra!! Þvílíkar veigar og fjör og bara allt svoooooo gaman ;) Ég PANTA salsa-spænskudjamm fljótlega! :)

Yfir í allt annað - hvað er málið með að fá flensu?! Ég held ég sé búin að hósta úr mér lungun frá því á laugardagsmorgun....enda næ ég ekkert andanum hérna. Það er EKKI NEMA 2var búið að sussa á mig hérna hóstandi á bókasafninu í HR.....can't blame them :S

Næsta mál á dagsskrá - ég á afmæli á föstudaginn!!!!! Jebbs....búin að plana veisluna frá því 1. september og mamma skilst mér frá því 1. júlí - svo það verður fjör :) Endilega veitið Ester sambýliskonu andlega leiðsögn eftir daginn.......get ekki ímyndað mér annað en að maður verðu skaddaður eftir að upplifa svona afmælismaníu! :D


Lifið heil jabbadabbadú....lovjús!

------------------------------------------------------

þriðjudagur, október 09, 2007

ÉG ER FLUTT!!!!

Já, fuglinn floginn úr hreiðrinu, þroskinn eitthvað að klifra upp á við, bleyjurnar fá að fjúka, snuddurnar komnar í geymslu, gamlir kassar með eldhúsáhöldum teknir upp.....já, svona á að lifa! :D

Klukkan nákvæmlega 21:07 í gærkveldi heyrðust miklar stunur fyrir utan Hamrahlíðarheimkynni. Nágrannar óttuðust það versta. Þrír kettir á götuhorninu hvæstu.........Ég og Einar burðuðumst með heilt rúm inn í kjallarann.....inn ganginn.....passa sig að rekast ekki í veggina og AH! inn í herbergi. Takk fyrir - hér var ég formlega flutt inn :)


Fyrsta nóttin var unaðsleg.....var þó eilítið hrædd um hvort það væru pervertar í hverfinu þar sem gardínurnar eru ekki enn komnar upp.....mér stóð til boða að knúsa Ester og lúlla þar ef hræðslan næði yfirhöndinni. (Gardínur í herberginu hjá henni).

Ég var sterk, ég er sterk og mun verða sterkari (æfing í dag). Ég svaf alla nóttina og er ekki frá því að þetta hafi verið með betri nóttum upp á síðkastið.

Ég segi bara takk Ester fyrir að taka mig inn á þína arma - skal baka fyrir þig köku ;)
Takk Einar fyrir ómælda þrekvinnu við að setja saman stærsta fataskáp norðan alpafjall ooooog að ferðast með rúmið mitt úr sveitinni :) Ég skal líka baka köku fyrir þig.

Bleeeee,

Erla - FLUTT!

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?