þriðjudagur, október 09, 2007
ÉG ER FLUTT!!!!
Já, fuglinn floginn úr hreiðrinu, þroskinn eitthvað að klifra upp á við, bleyjurnar fá að fjúka, snuddurnar komnar í geymslu, gamlir kassar með eldhúsáhöldum teknir upp.....já, svona á að lifa! :D
Klukkan nákvæmlega 21:07 í gærkveldi heyrðust miklar stunur fyrir utan Hamrahlíðarheimkynni. Nágrannar óttuðust það versta. Þrír kettir á götuhorninu hvæstu.........Ég og Einar burðuðumst með heilt rúm inn í kjallarann.....inn ganginn.....passa sig að rekast ekki í veggina og AH! inn í herbergi. Takk fyrir - hér var ég formlega flutt inn :)
Fyrsta nóttin var unaðsleg.....var þó eilítið hrædd um hvort það væru pervertar í hverfinu þar sem gardínurnar eru ekki enn komnar upp.....mér stóð til boða að knúsa Ester og lúlla þar ef hræðslan næði yfirhöndinni. (Gardínur í herberginu hjá henni).
Ég var sterk, ég er sterk og mun verða sterkari (æfing í dag). Ég svaf alla nóttina og er ekki frá því að þetta hafi verið með betri nóttum upp á síðkastið.
Ég segi bara takk Ester fyrir að taka mig inn á þína arma - skal baka fyrir þig köku ;)
Takk Einar fyrir ómælda þrekvinnu við að setja saman stærsta fataskáp norðan alpafjall ooooog að ferðast með rúmið mitt úr sveitinni :) Ég skal líka baka köku fyrir þig.
Bleeeee,
Erla - FLUTT!
------------------------------------------------------
Já, fuglinn floginn úr hreiðrinu, þroskinn eitthvað að klifra upp á við, bleyjurnar fá að fjúka, snuddurnar komnar í geymslu, gamlir kassar með eldhúsáhöldum teknir upp.....já, svona á að lifa! :D
Klukkan nákvæmlega 21:07 í gærkveldi heyrðust miklar stunur fyrir utan Hamrahlíðarheimkynni. Nágrannar óttuðust það versta. Þrír kettir á götuhorninu hvæstu.........Ég og Einar burðuðumst með heilt rúm inn í kjallarann.....inn ganginn.....passa sig að rekast ekki í veggina og AH! inn í herbergi. Takk fyrir - hér var ég formlega flutt inn :)
Fyrsta nóttin var unaðsleg.....var þó eilítið hrædd um hvort það væru pervertar í hverfinu þar sem gardínurnar eru ekki enn komnar upp.....mér stóð til boða að knúsa Ester og lúlla þar ef hræðslan næði yfirhöndinni. (Gardínur í herberginu hjá henni).
Ég var sterk, ég er sterk og mun verða sterkari (æfing í dag). Ég svaf alla nóttina og er ekki frá því að þetta hafi verið með betri nóttum upp á síðkastið.
Ég segi bara takk Ester fyrir að taka mig inn á þína arma - skal baka fyrir þig köku ;)
Takk Einar fyrir ómælda þrekvinnu við að setja saman stærsta fataskáp norðan alpafjall ooooog að ferðast með rúmið mitt úr sveitinni :) Ég skal líka baka köku fyrir þig.
Bleeeee,
Erla - FLUTT!
------------------------------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli