<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 30, 2006

Ársannáll 2006

Já....ætli maður byrji ekki bara á því að segja betra seint en aldrei....þetta blogg er nú aaaaaaaalveg ekki að gera sig þessa dagana, en ég stend við stóru orðin....hér kemur annállinn ;)

Febrúar - Fór með mömmu í stelpuferð til LONDON baby yeah, keyptum hálft Oxford strætið og bölvuðum því að þurfa að halda á farangrinum sjálfar...hehe.....fór síðar um mánuðinn til Finnlands með NESU, félag vsk.fræðinga á Norðurlöndum, og djömmuðum mikið, drukkum mikið og nældum okkur í meeeeeega kvef. (eruði að grínast hvað það er kalt þarna??)
Mars - hmm......páskarnir bara.....byrjaði aftur að vinna í sumarvinnunni...hjálpa til....oh, er svo góð í mér ;)
Apríl - páskaegg....vinna.....próf......aldi ekkert af sér nema nokkur aukakíló......
Maí - Vinnan á fullu, djammið á fullu, fékk Fullnægingu á heilann ( skotið) hehe....ákvað í sama mánuði að hætta að drekka. Hef staðið við það alveg þangað til.....eh.....um áramótin?
Júní - Sumarið að byrja, vinna, peningastreymi á tékkareikninginn.......love it
September - Skólinn byrjar aftur, byrja að vinna í WorldClass við að kenna, með 50% starfi í bankanum.......sjáum hvað álagið endist lengi......*hóst*
Október - Héldum upp á afmælin okkar í sumarbústaðaferð.....jei....frekar skrýtið afmæli fyrir stærsta afmælisbarn sögunnar. (Hver annar hefur fengið að halda upp á 3 afmæli árlega síðastliðin 23 ár????)
Nóvember - snjór, hálka og allt gengur vel.
Desember - jólin, áramót og missi mig í ræktinni.

Well....that's about it. En ég lít björtum árum á 2007. Það er einhvernveginn þannig að við áramótin verða ákveðin kaflaskipti :)
Nú er ég byrjuð að kenna 5x í viku hjá WorldClass og það gengur vel, það voru um 40 manns hjá mér í tíma síðustu viku, ég er baaaaara sátt með það :)
Svo er ég komin í 100% starf hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Mér líður voðalega vel þar.
Stefni svo á skíðaferð um miðjan febrúar til Noregs og ferð til London á fitnessráðstefnu í mars. Svona á lífið að vera?! ;)

Love and peace out...

------------------------------------------------------
Comments: Skrifa ummæli
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?