<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

Erla ofurbolti lagði í hann í gærkvöldi með þrusupallatíma uppi í Betrunarhúsinu...sviti, tár og blóð runnu og stemningi var mögnuð (þrátt fyrir nokkrar pásur til að skipta um lög) Ania, Marta, Gugga, Ásta, Tóta og Ágústa sóttu tímann og ég er ekki frá því nema að þær hafi orðið ansi þreyttar ;)
Ég var nú reyndar ansi þreytt líka, var búin að vera að æfa Afró frá 7 til hálf9 og svo kenna stelpunum þannig að rúmlega 9 þá gafst Erla upp og fékk blóðnasir (ekki fallegt) en það reddaðist, stelpurnar biðu bara rólegar á meðan og gengu á staðnum...hehe....I've got the power!!! :)
Svo fórum ég og Ágústa upp á stöð 2 í morgun....vorum mættar klukkan korter í 7 til að sýna Afró í ,,Ísland í bítið"...ekki örvænta stelpur, ef að þið misstuð af showin þá eigum við það á teipi heima :) Það heppnaðist bara svakalega vel og við Ágústa sáttar með lífið og tilveruna....við brunuðum svo eftir sjónvarpið heim til Ágústu og lögðum okkur....svo sváfum við eins og englar til klukan tíu en þá fór Agústa og Erla (uppáþrengjandi) fékk að vera eftir og sofa áfram..hehe....frekar ljúft get ég sagt ykkur, þetta er algjört englarúm sem þú átt Ágústa!! Viltu byrja með mér? ;) hehe......
Svo er ég búin að plana bolluna og it's looking good....takk fyrir góð ráð Tóta mín :) Vona bara að ég kúðri þessu ekki...*gúlp* En jæja, Afró æfing í dag og Skífuferð (þið stelpur sem mættuð í tímann í gær, þið vitið hvað ég er að tala um....nú er bara að duga eða drepast ;) ) og Afródagur í Kringlunni á morgun....EKKI GLEYMA!!
bestu kveðjur frá Erlu perlu.....:*

------------------------------------------------------

fimmtudagur, október 30, 2003

Smá brandarahorn líka ;)

Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að
flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist
að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á
undan..


Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og skrifar
strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði
einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúinn var að
jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir
athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið
barst......

Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og
þetta stóð ritað á skjáinn:

Til: Konu minnar sem eftir var
Frá: Manninum þínum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað

Elskan,

Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt
klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með
óþreyju. Ástarkveðjur,

Þinn eiginmaður.

P.S. Fjandi heitt hérna niður frá

------------------------------------------------------

miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja góðan og blessaðan daginn!!!! Það er hvorki meira né minna en stór afmælisdagur í dag!!!! Hún Jóhanna ,,wild Joe" er hvorki meira né minna en 20 ára í dag!!!!!!! Hibb, hibb húrra!!!!!! :) :) :) Innilega til hamingju með daginn elskan mín :)
Ég var loksins að senda út sms-boðskortin fyrir afmælið mitt áðan....úff, þá er það búið ;) Mikinn svakalegan tíma tók það að pikka þetta allt saman inn...þannig að ef að þú ert að lesa þessar línur og fékkst ekki sms frá mér þá úbsadeisí, ert þú í vondum málum ;) Oj, hvað ég er vond ;)
En allaveganna.....hver hefði vitað nema ég, Ágústa og Ester erum að fara að SÝNA AFRÓ Í HARD ROCK KRINGLUNNI Á MILLI KLUKKAN 13 OG 16 NÆSTA LAUGARDAG!!!! Þannig að ég ætla allaveganna að taka forskot á flippið fyrir afmælið og dance my ass of í Kringlunni í stuttum topp og pilsi, öskrandi eins og api ;) íha!!!
Þeir sem vilja koma og skoða undrið, be my guests :)
Ég fór til tannlæknis í morgun og hver hefði trúað að 30 mín. hefðu kostað heilar 4200 krónur!! Andlitið datt næstum því af mér plús það að hann gerði ekki rassgat nema tala við mig, án gríns :) Þarf maður núna að borga fólki fyrir að tala við sig?!
En já, stemningin fyrir fimmtudags stelputímanum uppí Betró er alveg hreint mögnuð, viðbrögðin eru engu lík :) Held að ég fái bara að halda þessum tímum klukkan 8 á fimmtudögum...hehe....svo legg ég undir mig alla hina tímana og svo....og svo....og svo.....kaup ég Betró...og svo ...og svo.....;) ;) Daydreaming...það er ekkert sniðugt að fara svona seint að sofa þegar maður er í skóla :(
En jæja....hasta la próxima mis queridos amigos ;*

------------------------------------------------------

þriðjudagur, október 28, 2003

NÝJUSTU FRÉTTIR-NÝJUSTU FRÉTTIR!!!
Erla verður ekki að kenna pallatíma á laugardaginn af því að Valdís pallakennari þarf ekki frí en fimmtudagstíminn stendur!!!! Athugið, fimmtudagstíminn stendur!! Tíminn byrjar stundvíslega klukkan 20:00 uppi í Betrunarhúsinu og komið með vatnsbrúsa cause we are going to get sweaty ;) hehe...
Annars þá var hún að tala við mig hún Valdís áðan og ég er komin að sem aukakennari í allar stöður. Já, ég er ekki að djóka-í ALLAR stöður. Þannig að ef að það vantar í bodypump eða í spinning eða pallatíma eða eitthvað þá á ég að geta hlaupið bara og kennt.....spennandi :)
En jæja, ljóðaritgerðin búin og ég er á leiðinni heim.....lifið heil fram að laugardegi af því að þá munu ALLIR deyja í brjálaðasta partýi sögunnar ;)

------------------------------------------------------

sunnudagur, október 26, 2003

Ef að þú ert að lesa þessar línur á sunnudegi þá leiðist þér alveg jafn mikið og mér ;) Við Ingunn erum búnar að reyna að gera okkar besta til að lífga daginn við.....en það gekk erfiðlega. Fórum upp í Smáralind að skoða föt og fundum alveg geggjað töff bol í Cosmo sem verður keyptur (þegar ég fæ pening :/ ) fyrir afmælisdjammið. Mikið geðveikt er mér farið að hlakka til..........dagurinn verður alvarlega tekinn með trompi. Byrja á því að kenna pallatímann og get svo verið ALLAN heila daginn að taka mig til fyrir kvöldið ;) Ég er búin að lofa sjálfri mér að hrynja svo svakalega í það að það er típískt að ég komist ekki einu sinni út úr húsi vegna ölvunar.....en það kemur í ljós, MH-gals - þið megið passa mig ;) hehe...
En nú fyrst að Rebekka kemur í bæinn, þá VERÐIÐ þið Einar að koma í afmælið!!!!!!!!!!! Ég tek ekki annað í mál :)
Ég er að fara í leikhús á eftir með skólanum.......ég er svo ekki að nenna því. Hvað meina þau uppí MH að senda mann nauðugan á þessa á sýningu á sunnudegi? Halló!! Sunnudagur er HVÍLDARDAGUR! .....ohh.........
Ég dró Tótu með mér í gær upp í Betró til að æfa nokkur spor fyrir rútínuna á laugardag....það gekk alveg svona semí vel allaveganna svitnuðum við þokkalega......ummm.......sexy....hehe ;p

Ég er að segja ykkur það......það er ekkert smá erfitt að vera með svona partýgen. Heitir það ekki P-genið Tóta? ;) hehe...
Svo var mín komin heim klukkan 5 hvorki meira né minna ennþá með helv. harðsperrurnar í mjöðmunum.......það gengur ekki að þykjast vera í góðu formi og fara út á djammið, dilla mjöðmunum allt kvöldið og fá harðsperrur......ég hlít að vera bara plat ;)
En jæja dúllurnar mínar.........stay tuned for saturday......þangað til næst...chaucito ;)

------------------------------------------------------

laugardagur, október 25, 2003

Föstudagurinn heppnaðist vel........komst í ekkert smá gott skap að fara í pallatíma. Hún lét mig kenna hálfan tímann og svo á ég að kenna fyrir fullum sal laugardaginn eftir viku. Þannig að allar gellur sem þykjast kunna eitthvað í pöllum be in the Betrunarhúsið at 10:30 1. november or be square!! ;) Er að fara uppeftir núna á eftir til að ná í geisladisk til að æfa mig......þetta verður sko upplifun í lagi.
Þannig að þegar ég strunsaði upp í vinnu frá Betró þá var brosið komið í hæstu hæðir og sjálfsöryggið næstum því að drepa mig. Greyið Ania þurfti að hlusta á alla fimmaurabrandarana mína allt kvöldið og músík óspart notuð til að peppa okkur upp fyrir djammið.
Ég held samt að ég hafi ALDREI farið inn á jafnmarga staði á einu kvöldi og í gær. Ég, Ania og Gulli tókum sko almennilegt bæjarrölt og tjekkuðum á öllu liðinu í bænum :) Við fórum á Opus, Kapital, Felix, Pravda, Kaffi Viktor og Glaumbar.....og stemning var auðvitað mis-súr á öllum stöðunum. Það var ENGINN inni á Opus, en þeir spiluðu EMINEM þannig að þeir sluppu fyrir horn ;) inni á Kapital sá ég bara allt gamla liðið sem hékk inni á Spotlight og fáir í þokkabót, inni á Felix var gufubað dauðans og meðalaldurinn 15 ár, inni á Pravda voru svo margir hommar að reyna við Gulla að við þurfum að forða okkur, á Kaffi Viktor var íslensk tónlist og ágæt stemning en við fíluðum okkur dáldið eins og það væri einhver að passa okkur þarna inni frekar en að við værum með lögaldur á djamminu....meðalaldur yfir 40! Og loks á Glaumbar gerðist ekki meira en við strunsuðum upp stigann, sögðum ,,neeiii" og fórum niður aftur..........þannig að ef að einhver er að pæla í djammi þá getiði tekið mið af þessu ;) Öldungar á Viktor, hommar á Pravda, ungabörn á Felix, dóplið á Kapital, eitthvað lið á Opus (Það var enginn þar inni þannig að hann á eftir að mótast greyið staðurinn ;) ) og allt það lið sem hefur EKKERT annað betra en að gera fari á Glaumbar.
Og HANANÚ!!

En jæja...........tími til að fara að skrifa ljóðaritgerð,


------------------------------------------------------

föstudagur, október 24, 2003

Jæja......LOKSINS er föstudagurinn kominn!! Það var ekki að ná neinni átt að bíða alla vikuna eftir honum ;) Ég ætla sko út á djammið í kvöld og dance my ass off :)
Annars er lítið að frétta eins og er.......mamma dró mig með sér í Yoga í gærkvöldi...vá, hvað það var spes eitthvað! Skrýtið að fara úr stressinu í svona mikla ró...ég var varla að höndla það. En mér leið samt betur svona c.a. 2 tímum eftir Yogatímann....þegar ég var búin að stressa mig aðeins upp ;) Þetta nær engri átt að lifa svona!
Ingunn kom með myndirnar af interrailinu handa Tótu og sú var glöð að sjá myndirnar! Ég trúi því samt varla að þær hafi getað verið heilar 5 vikur á interraili og ekki tekið nema 3 filmur. Ég held að ég hafi tekið 3 og ég var BARA eina viku á Spáni ;) ;) ;)
En allaveganna....dagurinn í dag lítur þjappaður út...skóli til hálf fjögur, beint heim að skúra hjá ömmu, leikfimi klukkan 6, vinna klukkan 8 og djamming eftir 12! ÍHA ;)
Well....news flash is over now....heyri í ykkur, ADIOS

------------------------------------------------------

fimmtudagur, október 23, 2003

Hæ úlnda lið....úff hvað það tekur á taugarnar að vakna svona snemma alltaf!!!
Jæja...er að fara í íslenskutíma, hver hefði trúað?? Æi, við fáum alltaf fartölvurnar í tíma og ég SVER það, það er enginn að vinna í henni nema kannski nördarnir 2 í fremstu röð ;)
En allaveganna......ég gerði engan smá SKANDAL í gær....úbbsdadeisí!! Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni inni í Hafnarfirði og var komin heim klukkan 6, eitthvað svoleiðis og ég var SVO að drífa mig í Afró sem byrjaði klukkan korter í 8. Málið er nebbla að klukkan í bílnum er klukkutíma á undan og ég horfi yfirleitt aldrei á hana nema í gær var ég eitthvað utan við mig og ég bara,,SJITT!, klukkan er orðin 19:00 og ég á eftir að borða og allt saman!!!" Þannig að ég hendi í mér lítilli núðlusúpu, klæði mig í fötin og bruna af stað upp í Betró. Þegar ég var komin þangað lafmóð eftir hlaupin þá fer ég inn í sal, en ENGINN var þar inni.....þannig að ég ætlaði að tjekka á Ester (hún mætir alltaf fyrr greyið til að gera magaæfingar ;) ) og hún var EKKI HELDUR þar......þannig að Erla litla fer og spyr fólkið í afgreiðslunni hvort að Afró liðið sé ekki mætt, klukkan orðin tíu mínútur í 8 og enginn á staðnum.......þær byrjuðu bara að hlæja og sögðu ,,Erla mín, er klukkan ekki tíu mín. í sjö???" Þannig að Erla litli hálfviti hafði mætt klukkutíma fyrr á æfingu og það þýddi ekkert fyrir mig að fara að æfa af því að ég var búin að hlaupa og lyfta fyrr um daginn, annars hefði ég bara orðið massívt þreytt í Afró.....þannig var nú það elskurnar mínar.
Heilræði dagsins er því: Kíktu á klukkuna áður en þú talar ;)
Bless í bili.....

------------------------------------------------------

miðvikudagur, október 22, 2003

Það eru svo margir sem senda manni brandara og svona í e-maili....er að hugsa um að láta það vera að forwarda þá....þið getið bara lesið þá hér ;) Hérna er einn ágætur....uhumm.......blondínur, ekki taka þetta alvarlega, ég veit að þið vitið þetta ;) ;) ;)

Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona
stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að
segja. "Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.

Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar
hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau
hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður
götuna.

Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur
stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."

Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það
sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif
hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á
bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann:

"Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."


------------------------------------------------------
Hæbbsa!!
Stór dagur í dag get ég sagt ykkur!!! Við Brynhildur borguðum loksins staðfestingargjaldið fyrir skólann úti........hibb,hibb HÚRRA!!! ;) Nú verður sko no turning back.............reyndar hringdi Tóta fyrir hálftíu (réttara sagt í gærkvöldi) og lýsti yfir óánægju yfir því að við værum að fara.....en þó svo að Tóta sé æðisleg og ég veit að hún vill ekki missa mig þá lét ég samt slag standa og borgaði gjaldið ;)
Svo fór ég í World Class áðan og mikið svakalega var tekið á því....ætli þetta sé tunglið??
Annars er lítið annað að frétta en Tóta skóta er komin með BLOGGSÍÐU sem allir verða að kíkja á ;) Hún þykist ætla að geta tekið okkur Rebekku að aftan....en we'll see.....hehe....Adios amigos!!!
p.s. svo ætlaði ég bara að mynna á að það er komin Könnun vikunnar og Myndasíðan er komin aftur í gagnið...enjoy :p

------------------------------------------------------

þriðjudagur, október 21, 2003

Jæja......íslenskutími....vá! Það er svo innilega ekki stemmari hérna til að vinna að ljóðaritgerð, þannig að ég ætla að ath. hvort að það vekji einhvern áhuga á að halda áfram að skrifa ef ég set mig í skrifstellingar hérna ;)
Talaði við Brynhildi áðan og við ætlum á morgun kl.9:30 POTTÞÉTT að fara og borga staðfestingargjaldið....ef að einhver er á móti því að ég fari, hafðu þá samband fyrir þann tíma á morgun þann 22. október 2003 ;)
Það var ekkert smá stuð í Afró í gær.....kallarnir sem eru í karlapúlinu komu inn í tíma til okkar og tóku þátt í upphituninni, ég hélt að ég yrði ekki eldri ;) Hin innri öfl tóku sko aldeilis til sín.....hehe.....
Svo átti Axel bróðir afmæli í gær ;) Jei, til hamingju brósi með 22 árin.........það voru pönnukökur og kökur heima, voða familylegt eitthvað. Hann fékk ferðatölvu í afmælisgjöf......andlitið datt bókstaflega AF okkur Ingunni þegar við sáum það. Hvað ætli við fáum þegar við verðum 22? Íbúð?? ;) Nei, ég segi svona....en þetta var ágæt afmælisstund í gær.
Ég er síðan búin að vera að tapa mér í kálfanum í allan dag....það er líkt og hjartað hafi hoppað niður í kálfann á mér og það bara pumpar öllu frá sér....ég get HORFT á kálfann hreyfast meira að segja...og meira að segja núna á meðan ég er að skrifa þá er hann á fullu. Þetta er ekkert smá skrýtið....
En jæja duglega skólafólk og aðrir.....hasta la vista, Erla

------------------------------------------------------

mánudagur, október 20, 2003

Jæja elskurnar mínar!
Þá er helgin búin og mánudagsógleðin tekin við ;) Helgin var ágæt, megapartý hjá Rebekku þar sem Ester partýanimal var í svo miku stuði að það lá við Suðurlandsskjálfta ;) Svo var hann Kalli Argentínuvinur í heimsókn í bænum, það var gaman að hitta hann, maður þyrfti að ná sambandi við þessa krakka sem voru með manni úti og gera eitthvað sniðugt :) En það er samt erfitt þar sem 2 þeirra eru orðnir foreldrar.....time flies :)
Svo var farið inn á Felix, sem by the way var troðinn af allt of ungu fólki, og tjúttað eins og Íslendingi sæmir....en eitthvað splundraðist hópurinn á stuttum tíma og við rónarnir enduðum inni á Glaumbar.........;) Það var svosem ágætt, en ég hefði viljað sjá betri enda á djamminu.........
Brynhildur kemur svo loks heim í dag og við ætlum á morgun að borga staðfestingarjgaldið fyrir dvölinni og þá verður sko ekkert turning back......við munum þrauka þessa 6 mánuði og koma til baka stinnar sem Pinnar ;)
Begga Ármanns er loks búin að ákveða sig líka og ætlar út með okkur.....búin að kaupa flugfar og svona þannig að við verðum 3 í púlinu þarna.........vona bara að maður verði duglegur að senda e-mail heim :) Ég á eftir að sakna ykkar allra too much..............jæja dúllur........haldið áfram að tjekka á heimasíðunni, ég ER AÐ REYNA að vera dugleg ;)
Ykkar Erla Perla

------------------------------------------------------

mánudagur, október 06, 2003

Jæja folks
maður er bara búinn að fá kvörtunarbréf um að maður skrifi ekki nóg hérna....en jú Rebekka mín, þetta er alveg satt, núna verða sko gerðar stórbreytingar!!!!! Nú fer maður að skrifa eitthvað almennilegt hérna :) Það er svosem nóg að frétta í bili.
Ég kenndi minn fyrsta pallatíma núna á laugardaginn síðasta og ,,oh my God" ég var að farast úr stressi, en svo reddaðist þetta og Tóta (hún kom í tímann) sagði að þetta hefði tekist mjög vel og að ég hefði verið ágæt í kennslunni. Ég er búinn að vera með heilann við pallakennsluna síðan þá og er með mörg blöð útkrotuð af upplýsingum um rútínu. (grunnspor 4x, hné til hliðar, hæll 4x og snú) ef þið skiljið hvað ég meina? ;)
Annars þá er það stærstu fréttirnar í bili, en mútta er að koma að ná í mig upp í skóla svo að þessi póstur verður stuttur....en sá næstu verður með mögnuðum fréttum frá sumrinu og svona....maður veit aldrei hvar fólk missti af þræðinum hvað maður væri að gera ;)
En jæja.....see you on the flipside

p.s. jú, aðrar stórfréttir : Við Brynhildur erum búnar að kaupa miðana til Danmerkur og við förum út þann 3. janúar klukkan 7:30, þetta er ekkert smá spennandi!!!!!!!!!!!!!!!!! :)

------------------------------------------------------
Erla Jóhannsdóttir's Facebook profile

This page is powered by Blogger. Isn't yours?