sunnudagur, nóvember 30, 2003
Úff...við Tóta sitjum hérna og erum búnar að læra like motherf****** hele dagen. Maður fer að breytast í sína eigin DNA keðju eftir smá....þessi erfðafræði er alveg að hitta heilasellurnar ;) Ætlaði bara svona að segja hæ, ég er á lífi og aparently þá er Tóta það líka :) Jei,jei.....svo er fyrsta prófið á morgun þannig að við Tóta munum skunda upp í MH kl.9 og taka þetta með trompi. Heyri í ykkur hinum nördunum síðar.....;p
------------------------------------------------------
------------------------------------------------------
föstudagur, nóvember 28, 2003
jebbs....that's right, prófin byrja á mánudaginn!! Þess vegna má ég til með að segja ykkur að það mun ekkert merkilegt gerast á þessarri síðu næstu daga ;) Næstu viðburðir verða læra, læra, læra upp á þjóðarbókhlöðu og einstaka sinnum skreppa út í mat....annars ef þið viljið þá er pallatími upp í Betró, Laugardaginn 6. desember kl.10:30 sem ég mun kenna :)
Ætla að skella mér í líffræðilærdóm......þangað til næst, lifið heil ;)
------------------------------------------------------
Ætla að skella mér í líffræðilærdóm......þangað til næst, lifið heil ;)
------------------------------------------------------
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Ég er engin smá raketta ef ég vil ;) Ég kláraði gjöriði svo vel 3 heilar ritgerðir í dag!!!!!!! Ég held að ég hafi aldrei verið á svona spítti! Og svona í verðlaun......þá þarf ég að bíða í heilan klukkutíma eftir að geta farið að skutla mömmu á eitthvað jólahlaðborð.........en þangað til næst...vamos las pilas!!
------------------------------------------------------
------------------------------------------------------
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Ætlaði bara að segja ykkur að ég er snillingur! Er búin með risaritgerðina í Sögu....jei....þá eru ekki nema 3 litlar eftir :( Þetta tekst alveg.....vonandi.....úffa......;) Annars þá var Afró í gær og Þóra gerði sér glaðan dag og kom með okkur ;) Hún stóð sig nú bara þokkalega vel og varla að sjá að hún hefði aldrei dansað afró áður :) Svo horfði ég á 28 days með Söndru Bullock í gær....hún var svona lala....býst samt við því að flestallir hafi séð hana. Af hverju leikur hún alltaf sömu týpuna????
Ég veit ekki....en já, best að fara að koma sér...vinnan kallar.....og maginn líka þannig að besos y chaucito! ;)
------------------------------------------------------
Ég veit ekki....en já, best að fara að koma sér...vinnan kallar.....og maginn líka þannig að besos y chaucito! ;)
------------------------------------------------------
mánudagur, nóvember 24, 2003
vó......það eru heilir 3 dagar síðan ég skrifaði síðast inn á bloggið.....sjitt......vonandi er Tóta ekki búin að smita mig af ,,nenniekkiaðskrifaneitt" sjúkdómnum sem er búið að hrjá hana síðastliðna 2 mánuði ;) En anyways.....helgin var svona semifín....var að vinna á föstudeginum, það er nú meira hvað fólki finnst gaman að kaupa sér ískaldan ís eða bragðaref þegar það er frost úti. Það var pottþétt metsala á föstudeginum, án gríns! Crazy people ;p Svo kenndi ég minn ALLRAFYRSTA pallatíma þar sem það var algjörlega bara ég vs. the ladies.....það tókst bara vel og ég fékk góð viðbrögð hjá þeim, engin var með fýlusvip eða labbaði úr tíma og það telst MJÖG gott miðað við að vera að kenna fyrsta tíma í þessu :) Þannig að Betró-here I come ;) Næsti tími sem ég kenni (sem er pottþétt) verður laugardaginn 6. desember. En annars þá er ég forfallakennari og gæti hugsanlega farið að kenna í dag, þannig að.....stay tuned :)
Jú, svo að ég gleymi því ekki, þá var haldið þetta frábæra kanakvöld á fimmtudagskvöldinu......hefði verið enn betra ef að Þóra hefði átt spilastokk ;)
Ester hélt kveðjupartý á laugardagskvöldinu, ég trúi því varla að hún sé að fara.....*snökt*....ég er ekki sátt! Eins gott að hún verði dugleg að skrifa okkur klakakrökkunum ;) En kvöldið heppnaðist bara vel og við fórum yfir gamlar fylliríissögur og fleira og ég hélt að við ætluðum að deyja úr hláturskrampa.
Daddara....svo kom víst Sunnudagur og mikið ótrúlega var ég dugleg, fór upp á Þjóðarbókhlöðu og lærði svo svakalega mikið að það hálfa hefði verið nóg. En án gríns, stressið er bara að magnast fyrir prófin......mig dreymdi um daginn að ég hefði fallið! Kræst, hversu djúpt sokkinn er maður þá orðinn?? Ég hef ALDREI verið stressuð fyrir eitt einasta próf....sendið okkur námsfólkinu hlýja strauma...plís :)
Mér fannst samt æðislegt að vakna í morgun og sjá þessa appelsínugulu birtu sem kemur þegar snjórinn er úti ;) og brakið sem heyrist undan manni þegar maður labbar á snjónum...mmmm....jólin eru að koma :) Svo er búið að hengja upp jólaseríur í skólanum, þetta er allt að koma!! :) En jæja....best að halda áfram að læra.....
------------------------------------------------------
Jú, svo að ég gleymi því ekki, þá var haldið þetta frábæra kanakvöld á fimmtudagskvöldinu......hefði verið enn betra ef að Þóra hefði átt spilastokk ;)
Ester hélt kveðjupartý á laugardagskvöldinu, ég trúi því varla að hún sé að fara.....*snökt*....ég er ekki sátt! Eins gott að hún verði dugleg að skrifa okkur klakakrökkunum ;) En kvöldið heppnaðist bara vel og við fórum yfir gamlar fylliríissögur og fleira og ég hélt að við ætluðum að deyja úr hláturskrampa.
Daddara....svo kom víst Sunnudagur og mikið ótrúlega var ég dugleg, fór upp á Þjóðarbókhlöðu og lærði svo svakalega mikið að það hálfa hefði verið nóg. En án gríns, stressið er bara að magnast fyrir prófin......mig dreymdi um daginn að ég hefði fallið! Kræst, hversu djúpt sokkinn er maður þá orðinn?? Ég hef ALDREI verið stressuð fyrir eitt einasta próf....sendið okkur námsfólkinu hlýja strauma...plís :)
Mér fannst samt æðislegt að vakna í morgun og sjá þessa appelsínugulu birtu sem kemur þegar snjórinn er úti ;) og brakið sem heyrist undan manni þegar maður labbar á snjónum...mmmm....jólin eru að koma :) Svo er búið að hengja upp jólaseríur í skólanum, þetta er allt að koma!! :) En jæja....best að halda áfram að læra.....
------------------------------------------------------
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Ekki gleyma kanakvöldinu kl.19:00 heima hjá Þóru í kvöld!! Annars er voðalega lítið að frétta þessa dagana :)
Svo er það bara læra, læra, læra.......fleiri fréttir síðar ;)
Kveðja, Erla perla..
------------------------------------------------------
Svo er það bara læra, læra, læra.......fleiri fréttir síðar ;)
Kveðja, Erla perla..
------------------------------------------------------
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Halló everybody......hvað syngur? Finnst ykkur ekki erfitt að vakna á morgnana? Ég sver það....það er hryllingur að reyna að vakna á morgnana þegar það er svona dimmt ;p
Er uppi í skóla og er búin að vera ekkert smá dugleg að læra....tími til kominn til að get together in my face og læra!! Ég er varla viðræðuhæf fyrr en prófin eru búin, bara svo að þið vitið ;)
Ég held samt að útskriftarveislan verði haldin á laugardeginum 20. desember frekar en 19. desember þegar ég útskrifast....æi, Ingunn útskrifast nebbla á laugardeginum og ég held að við sláum bara báðum veislunum saman.
Hvernig finnst ykkur annars nýja lagið með Britney? ;)
úff....er byrjuð að bulla....best að halda áfram að læra.......þangað til næst, dreymi ykkur vel ;)
p.s. tunglið er minnkandi svo að hold on to your horses ;)
------------------------------------------------------
Er uppi í skóla og er búin að vera ekkert smá dugleg að læra....tími til kominn til að get together in my face og læra!! Ég er varla viðræðuhæf fyrr en prófin eru búin, bara svo að þið vitið ;)
Ég held samt að útskriftarveislan verði haldin á laugardeginum 20. desember frekar en 19. desember þegar ég útskrifast....æi, Ingunn útskrifast nebbla á laugardeginum og ég held að við sláum bara báðum veislunum saman.
Hvernig finnst ykkur annars nýja lagið með Britney? ;)
úff....er byrjuð að bulla....best að halda áfram að læra.......þangað til næst, dreymi ykkur vel ;)
p.s. tunglið er minnkandi svo að hold on to your horses ;)
------------------------------------------------------
mánudagur, nóvember 17, 2003
Hver hefði getað trúað að mánudagur kæmi aftur?...............mér finnst alveg endalaust stutt á milli vikna þessa stundina ;)
Þar sem að prófin eru að fara að byrja og svona þá styttast þessir póstar í ekki neitt.....en bíðiði bara þangað til í janúar-ÞÁ fáiði sko að sjá ALVÖRU póst!! ;) Annars þá er ég í góðu standi eftir þessa blessuðu aðgerð, losnaði við bólgur og svoleiðis, en er samt með hausverk annað slagið vegna þrýstings.....hann hverfur vonandi :/
Well...eins og ég sagði...ekki nema 2 vikur í próf og ég er (án gríns) ekki búin að vera dugleg síðastliðinn mánuð þannig að ég þarf að sökkva mér í mánaðarprófundirbúning....lucky me. Þið vinnufólk....sendið okkur námsfólkinu strauma ;)
Kveðjur frá MH.....chaucitos :*
------------------------------------------------------
Þar sem að prófin eru að fara að byrja og svona þá styttast þessir póstar í ekki neitt.....en bíðiði bara þangað til í janúar-ÞÁ fáiði sko að sjá ALVÖRU póst!! ;) Annars þá er ég í góðu standi eftir þessa blessuðu aðgerð, losnaði við bólgur og svoleiðis, en er samt með hausverk annað slagið vegna þrýstings.....hann hverfur vonandi :/
Well...eins og ég sagði...ekki nema 2 vikur í próf og ég er (án gríns) ekki búin að vera dugleg síðastliðinn mánuð þannig að ég þarf að sökkva mér í mánaðarprófundirbúning....lucky me. Þið vinnufólk....sendið okkur námsfólkinu strauma ;)
Kveðjur frá MH.....chaucitos :*
------------------------------------------------------
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Bara svona........hæ........er ekki sunnudagur í liðinu? ;)
Hef engar fréttir.......en er kúl á því ;) Afmælið hjá Jóhönnu heppnaðist MJÖG vel :) Til hamingju enn og aftur ;)
bæ elskurnar mínar :)
------------------------------------------------------
Hef engar fréttir.......en er kúl á því ;) Afmælið hjá Jóhönnu heppnaðist MJÖG vel :) Til hamingju enn og aftur ;)
bæ elskurnar mínar :)
------------------------------------------------------
laugardagur, nóvember 15, 2003
Blessuð/aður!!! ;) Hvað er að frétta?? Það er mögnuð stemning hjá Erlu í dag get ég sagt ykkur......Jóhanna elskan ætlar loksins að halda upp á afmælið sitt í kvöld and I can't wait :) Við tókum nú samt ,,smá" forskot á sæluna og hittum hana í gærkvöldi yfir IDOL..... ;p
Allaveganna, þá er Erla að testa nýju myndavélina sem ég fékk í afmælisgjöf og það væri nú ansi gaman ef ég gæti kunnað að setja myndirnar inn á netið..........?? :/ Allir að leggjast á ráðin og segja mér hvernig ég á að gera.......ætla svo að taka myndavélina með í kvöld og mynda liðið ;)
En áður en ég fer að sjóða á bullinu..........sjáumst í kvöld.....bæbbs :)
------------------------------------------------------
Allaveganna, þá er Erla að testa nýju myndavélina sem ég fékk í afmælisgjöf og það væri nú ansi gaman ef ég gæti kunnað að setja myndirnar inn á netið..........?? :/ Allir að leggjast á ráðin og segja mér hvernig ég á að gera.......ætla svo að taka myndavélina með í kvöld og mynda liðið ;)
En áður en ég fer að sjóða á bullinu..........sjáumst í kvöld.....bæbbs :)
------------------------------------------------------
föstudagur, nóvember 14, 2003
Hæ, hó krakkar mínir! Hér er jólasveinninn......eða næstum því, eru þeir ekki alltaf tannlausir?? ;p anyhows, það gekk bara vel í aðgerðinni, eða það sagði tannsi allaveganna og ég er hér um bil ekki með neina bólgu. Það er samt dáldið erfitt að brosa almennilega, það er eiginlega ekki hægt....en þetta lagast vonandi :) Þetta var samt dáldið magnað, fékk að taka kæruleysistöflu...fyndin hvernig áhrifin eru.....maður hefur ekki orku í að mótmæla neinu........þannig að ef að þið hefðuð hringt í mig í gærmorgun og beðið mig um feitasta greiða ever, ég hefði pottþétt gert það ;) En you've lost it ;p
Svo tók ég inn 2 parkódín forte (by the way þá tek ég ALDREI inn verkjalyf) þannig að ég STEINROTAÐIST, hef aldrei verið svona dópuð á ævinni.......það þurfti að styðja mig til þess að fara inn á bað o.s.frv. ekki gott, en það er liðið hjá loksins og ég er góð. Samt búin að sofa liggur við samfleytt í 2 daga.......;)
Anyways, þá eru engar fréttir af mér að fá, nema hvað að ég hlakka ýkt til afmælisins hjá Jóhönnu, ég veit samt ekki hversu lengi ég get verið af því að ég má ekkert reyna á mig (svo að saumarnir losni ekki), en ég kem samt pottþétt :)
Jæja honey bunnys, back to reality.......ætla að fara að gera eitthvað, sofa eða eitthvað ;) Nei.........er að hugsa að taka bara upp bók og fara að lesa :)
Heyri í ykkur síðar......Erla perla
------------------------------------------------------
Svo tók ég inn 2 parkódín forte (by the way þá tek ég ALDREI inn verkjalyf) þannig að ég STEINROTAÐIST, hef aldrei verið svona dópuð á ævinni.......það þurfti að styðja mig til þess að fara inn á bað o.s.frv. ekki gott, en það er liðið hjá loksins og ég er góð. Samt búin að sofa liggur við samfleytt í 2 daga.......;)
Anyways, þá eru engar fréttir af mér að fá, nema hvað að ég hlakka ýkt til afmælisins hjá Jóhönnu, ég veit samt ekki hversu lengi ég get verið af því að ég má ekkert reyna á mig (svo að saumarnir losni ekki), en ég kem samt pottþétt :)
Jæja honey bunnys, back to reality.......ætla að fara að gera eitthvað, sofa eða eitthvað ;) Nei.........er að hugsa að taka bara upp bók og fara að lesa :)
Heyri í ykkur síðar......Erla perla
------------------------------------------------------
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Horfðu til himins........með höfuð hátt ;) Sumir dagar eru einhvernveginn flippaðri en aðrir....eins og til dæmis dagurinn í dag.....hingað til er hann búinn að vera mjög flippaður. Ég er samt sem áður stressuð fyrir morgundeginum og skólanum og öllu saman. Ég get ekki staðið í þessu! En anyhows.....ætlaði bara að skrifa örfáar línur til að lata vita af mér ;) Annað en sumir gera.......ég er að segja það að ég kíki nánast á hverjum degi hjá blogginu hjá fólkinu hér við hliðina á -> og það nennir enginn af þeim að skrifa.......ég á ekki til slétt lítið orð yfir þessu.......hvert er þjóðin að fara??
En jæja dúllur........námið kallar og tennurnar líka........hasta la vista......
------------------------------------------------------
En jæja dúllur........námið kallar og tennurnar líka........hasta la vista......
------------------------------------------------------
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Jahá!! Góðar og slæmar fréttir.....rigning í dag, ekki rigning...af hverju getur lífið ekki bara verið slétt og einfalt?????? Allaveganna, ömurlegheitin byrjuðu í gærkvöldi þegar Erla svaf yfir sig og MISSTI af Afró (hér um bil líf mitt og yndi).
Nema hvað...ætli Tannlæknirinn minn hafi ekki bara hringt í heimasímann kl.18:00 í gærkvöldi og sagt sisvona við mig að ég væri að fara í aðgerð á fimmtudaginn!!!! For crying out loud....þetta er SVO típískt! Þannig að Erla verður stokkbólgin og leiðinleg og veit ekkert hvort að ég geti hittað afmælið hjá Jóhönnu (það verður haldið, er það ekki???) né farið upp í Betró eða jafnvel bara brosað af því að ég verð TANNLAUS! :(
Ég sem var búin að lofa sjálfri mér þegar ég fermdist að ég myndi geta brosað almennilega á stúdentsmyndunum (ég var með teina þá) en nei....allt kom fyrir ekki.....endilega látum Erlu ganga undir aðgerð svo að hún geti ekki brosað á svona myndum. Hvað skeður þegar ég gifti mig?? Ætli ég verði þá komin með falskar?!?!?!
En allaveganna....er að reyna að róa mig hérna niður...en það gengur upp og niður, og svo í þokkabót þá kostar þetta ekkki nema litlar skitnar kvart úr milljón!! Ætli tannlæknarnir skeini sér ekki með peningunum???
Þá eru slæmu fréttirnar komnar....en þær góðu eru að ég fékk niðurstöðurnar úr áhugasviðskönnuninni áðan og það var slétt fínt...sumt kom mér á óvart, en annars þá sagði þessi könnun mér lítið...ég eiginlega vissi þetta allt saman, þannig séð. Núna getur maður farið að sökkva sér í pælingar hvað mann langar til að gera ;) Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég skoraði hæðst í.....er ekki viss um að þið mynduð trúa mér ;)
En jæja......skólinn kallar og allur alheimurinn líka held ég .......(halló?)
En allaveganna.....ég er hætt að bulla í bili, endilega huggiði mig....er að farast úr stressi ;)
kveðjur, Erla stressbolti
------------------------------------------------------
Nema hvað...ætli Tannlæknirinn minn hafi ekki bara hringt í heimasímann kl.18:00 í gærkvöldi og sagt sisvona við mig að ég væri að fara í aðgerð á fimmtudaginn!!!! For crying out loud....þetta er SVO típískt! Þannig að Erla verður stokkbólgin og leiðinleg og veit ekkert hvort að ég geti hittað afmælið hjá Jóhönnu (það verður haldið, er það ekki???) né farið upp í Betró eða jafnvel bara brosað af því að ég verð TANNLAUS! :(
Ég sem var búin að lofa sjálfri mér þegar ég fermdist að ég myndi geta brosað almennilega á stúdentsmyndunum (ég var með teina þá) en nei....allt kom fyrir ekki.....endilega látum Erlu ganga undir aðgerð svo að hún geti ekki brosað á svona myndum. Hvað skeður þegar ég gifti mig?? Ætli ég verði þá komin með falskar?!?!?!
En allaveganna....er að reyna að róa mig hérna niður...en það gengur upp og niður, og svo í þokkabót þá kostar þetta ekkki nema litlar skitnar kvart úr milljón!! Ætli tannlæknarnir skeini sér ekki með peningunum???
Þá eru slæmu fréttirnar komnar....en þær góðu eru að ég fékk niðurstöðurnar úr áhugasviðskönnuninni áðan og það var slétt fínt...sumt kom mér á óvart, en annars þá sagði þessi könnun mér lítið...ég eiginlega vissi þetta allt saman, þannig séð. Núna getur maður farið að sökkva sér í pælingar hvað mann langar til að gera ;) Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég skoraði hæðst í.....er ekki viss um að þið mynduð trúa mér ;)
En jæja......skólinn kallar og allur alheimurinn líka held ég .......(halló?)
En allaveganna.....ég er hætt að bulla í bili, endilega huggiði mig....er að farast úr stressi ;)
kveðjur, Erla stressbolti
------------------------------------------------------
mánudagur, nóvember 10, 2003
Mánudagur til merkra hluta ;) Er að gera mitt allra, allra besta til að vinna að fyrirlestrinum....get alveg ímynda mér að þið (hinir dyggu lesendur) eruð komin með algjört ógeð á því að lesa hvernig mér gengur með þennan fyrirlestur. Er samt sem áður búin að vera heillengi að vesenast í að setja myndir inn á vefinn, en það er EKKI að virka þannig að ég lét bara duga að setja inn linkana bara.....:/
Annars þá er ég voðalega andlaus og hef ekkert að segja frá eins og er....setti reyndar í þvottavélina í gær og skipti um á rúminu....ekki að það séu einhverjar magnaðar fréttir...það er bara það eina sem ég er búin að gera síðan síðast ;)
Heyri í ykkur síðar dúllur....maginn öskrar á mat ;)
------------------------------------------------------
Annars þá er ég voðalega andlaus og hef ekkert að segja frá eins og er....setti reyndar í þvottavélina í gær og skipti um á rúminu....ekki að það séu einhverjar magnaðar fréttir...það er bara það eina sem ég er búin að gera síðan síðast ;)
Heyri í ykkur síðar dúllur....maginn öskrar á mat ;)
------------------------------------------------------
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Já......sko hvað ég er dugleg ;) Ég lofaði ykkur að ég myndi skrifa aftur inn á........;)
Ég var búin að reyna að bögglast til þess að setja myndirnar inn á fyrir ykkur, en það kom asnalega út af því að myndirnar urðu svo litlar.....ehm.....Annars þá er dagurinn svosem búinn að vera ágætur.......brunaði uppeftir til Unnar að vinna að fyrirlestrinum, hvað það er leiðinlegt að hafa svona á bakinu á sér! En allaveganna.......ég lenti bara í sunnudagskaffinu, fékk gulrótarköku og kaffi (Takk Unnur ;* ) og svo var kjaftað út í eitt og lærðum smá. Eins gott að við náum að klára þetta fyrir fimmtudag. Allir að senda mér strauma takk ;p
En jæja........Ingunn kallar.....sjoppuferð, best að leigja vídeó eða eitthað sunnudagslegt....fleiri fréttir tomorrow eða hinn daginn eða hinn eða hinn eða hinn...............;)
------------------------------------------------------
Ég var búin að reyna að bögglast til þess að setja myndirnar inn á fyrir ykkur, en það kom asnalega út af því að myndirnar urðu svo litlar.....ehm.....Annars þá er dagurinn svosem búinn að vera ágætur.......brunaði uppeftir til Unnar að vinna að fyrirlestrinum, hvað það er leiðinlegt að hafa svona á bakinu á sér! En allaveganna.......ég lenti bara í sunnudagskaffinu, fékk gulrótarköku og kaffi (Takk Unnur ;* ) og svo var kjaftað út í eitt og lærðum smá. Eins gott að við náum að klára þetta fyrir fimmtudag. Allir að senda mér strauma takk ;p
En jæja........Ingunn kallar.....sjoppuferð, best að leigja vídeó eða eitthað sunnudagslegt....fleiri fréttir tomorrow eða hinn daginn eða hinn eða hinn eða hinn...............;)
------------------------------------------------------
The sun is shining and the birds are singins............finnst ykkur ekki??? Við skelltum okkur á miss Kiss keppnina í gær.......hún var nú reyndar ekkert spes get ég sagt ykkur. En við fórum til að peppa Beggu Ármanns og Beggu litlu upp ;) Þær stóðu sig mjög vel og við Ingunn öskruðum our asses off! ;)
En jæja........Er að hoppa inn í Kópavog í þessum töluðu orðum og vinna að þessum blessaða bókmenntafyrirlestri.........ég kannski skrifa nokkrar línur seinna í dag ef ég finn tíma......annars þá eru Sunnudagar hvíldardagar en ekki vinnudagar, þannig að ég er ósátt yfir því að þurfa að fara að læra :(
En allaveganna..........lifið heil.....í skóm með blóm og króm.....love'ya ;)
------------------------------------------------------
En jæja........Er að hoppa inn í Kópavog í þessum töluðu orðum og vinna að þessum blessaða bókmenntafyrirlestri.........ég kannski skrifa nokkrar línur seinna í dag ef ég finn tíma......annars þá eru Sunnudagar hvíldardagar en ekki vinnudagar, þannig að ég er ósátt yfir því að þurfa að fara að læra :(
En allaveganna..........lifið heil.....í skóm með blóm og króm.....love'ya ;)
------------------------------------------------------
laugardagur, nóvember 08, 2003
Já, það er rétt hjá þér! Klukkan er 11:18 á LAUGARDAGSMORGNI og ég sit hérna og blogga..............sumir kalla þetta sorglegt, aðrir kalla þetta lífsstíl ;) Ég ætti nú samt að vera uppi í Betrunarhúsi núna ef ég á að segja eins og er, ég var bara svo magnað þreytt í morgun að ég gat ekki fundið orku í mér að fara upp í Betró. Er að pæla í að fara bara uppeftir á eftir eða eitthvað :)
Ég talaði við námsráðgjafann í gær út af áhugasviðskönnuninni og ég fæ að vita úr því á þriðjudag....ég er dáldið stressuð að vita hvað hún segir. Hehe....mikið svakalega vær það sjokkerandi ef niðurstöðurnar væru bara : ,,Þú hefur engan sérstakan áhuga á neinu.....grow up!" eða eitthvað í þeim dúr. Ég vona ekki......ég var samt ekkert þannig séð vel stemmd þegar ég tók könnunina, bara svona yariyari. Við Tóta, Gísli, og Jóhanna fórum að spila billiard í gær....það var frekar gaman, það eru ár og aldir síðan ég fór síðast að spila.
En já, ætli maður þurfi ekki að fara að hringja í Rebekku, hún er bara búin að auglýsa það og allt saman og ekkert er maður búin að hringja........iss.......ég er léleg. Við ætlum að fara að horfa á ,,miss Kiss" í kvöld á Felix ef einhverjir eru í stemmara til að koma með?? Ég ætla að fara með Ingunni og Laufey allaveganna, ég er ekki sure með fleiri. Núna er ágætt að koma sér upp úr rúminu og lofa sjálfri mér að horfa á kiss miss í kvöld......íha......gaman, gaman ;)
Hasta la vista.....
------------------------------------------------------
Ég talaði við námsráðgjafann í gær út af áhugasviðskönnuninni og ég fæ að vita úr því á þriðjudag....ég er dáldið stressuð að vita hvað hún segir. Hehe....mikið svakalega vær það sjokkerandi ef niðurstöðurnar væru bara : ,,Þú hefur engan sérstakan áhuga á neinu.....grow up!" eða eitthvað í þeim dúr. Ég vona ekki......ég var samt ekkert þannig séð vel stemmd þegar ég tók könnunina, bara svona yariyari. Við Tóta, Gísli, og Jóhanna fórum að spila billiard í gær....það var frekar gaman, það eru ár og aldir síðan ég fór síðast að spila.
En já, ætli maður þurfi ekki að fara að hringja í Rebekku, hún er bara búin að auglýsa það og allt saman og ekkert er maður búin að hringja........iss.......ég er léleg. Við ætlum að fara að horfa á ,,miss Kiss" í kvöld á Felix ef einhverjir eru í stemmara til að koma með?? Ég ætla að fara með Ingunni og Laufey allaveganna, ég er ekki sure með fleiri. Núna er ágætt að koma sér upp úr rúminu og lofa sjálfri mér að horfa á kiss miss í kvöld......íha......gaman, gaman ;)
Hasta la vista.....
------------------------------------------------------
föstudagur, nóvember 07, 2003
Hæ hó og Jibbý jei og jibbý jei....það er kominn föstudagur....!!! ;) Jæja...nú er UM AÐ GERA að sofa út um helgina.....maður er búinn að sofa svo lítið eitthvað síðustu daga, ég bara veit ekki hvað er að ske......;p
Þið eruð nú meiri skvísurnar!! Maður býður ykkur að koma í pallatíma og svo komiði ekkert...já, bíðiði nú bara þangað til ég býð ykkur næst! ;)
Annars þá er allt gott að frétta af nesinu, reyndar smá rok og rigning í morgun, en ef það drepur þig ekki þá styrkir það þig bara ;) Í dag ætti ég að fá niðurstöður úr áhugasviðskönnuninni í dag....ég er ekkert smá spennt! En ef að hún lætur mig ekki fá það í dag, I'll go nuts.
Ég fór með Tótu í Kringluna í gær og keypti mér buxur.....ég er að ganga í gegnum eitthvað tímabil núna, ég sver það...ég er ekkert búin að kaupa mér af fötum alveg heillengi og svo er ég búin að fara held ég 5x í Smáralindina eða Kringluna á síðastliðinni viku að skoða föt....er til meðal við þessu???
En jæja...ætli maður skrifi ekki bara aftur ef ég fæ út úr könnuninni í dag...ætla að fara að fá mér morgunmat (sjáiði hvað maður er hardcore bloggari???? Búin að skrifa inn póst ÁÐUR en ég fæ mér að borða....þetta er eitthvað annnað en vælið í Tótu ;) )
Adios amigos y viva los ,,Kanaspil" :)
------------------------------------------------------
Þið eruð nú meiri skvísurnar!! Maður býður ykkur að koma í pallatíma og svo komiði ekkert...já, bíðiði nú bara þangað til ég býð ykkur næst! ;)
Annars þá er allt gott að frétta af nesinu, reyndar smá rok og rigning í morgun, en ef það drepur þig ekki þá styrkir það þig bara ;) Í dag ætti ég að fá niðurstöður úr áhugasviðskönnuninni í dag....ég er ekkert smá spennt! En ef að hún lætur mig ekki fá það í dag, I'll go nuts.
Ég fór með Tótu í Kringluna í gær og keypti mér buxur.....ég er að ganga í gegnum eitthvað tímabil núna, ég sver það...ég er ekkert búin að kaupa mér af fötum alveg heillengi og svo er ég búin að fara held ég 5x í Smáralindina eða Kringluna á síðastliðinni viku að skoða föt....er til meðal við þessu???
En jæja...ætli maður skrifi ekki bara aftur ef ég fæ út úr könnuninni í dag...ætla að fara að fá mér morgunmat (sjáiði hvað maður er hardcore bloggari???? Búin að skrifa inn póst ÁÐUR en ég fæ mér að borða....þetta er eitthvað annnað en vælið í Tótu ;) )
Adios amigos y viva los ,,Kanaspil" :)
------------------------------------------------------
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Já.....hún Tóta skammast sín fyrir að hafa ekki skrifað neitt....allir að taka höndum saman og kvarta undan rittteppunni hjá elskunni.....hún þykist hafa svo mikið að gera ;)
Ég og Tóta fórum í Smáralindina í gær og keyptum íþróttaföt fyrir inneignarnótuna sem stelpurnar gáfuð mér.....TAKK stelpur! Ég verð að sýna ykkur......Þetta er geggjað flott, allavega hef ég heyrt þau komment ;p Mér fannst svo gaman að hafa verið búin að kaupa fötin að um leið og ég kom heim...þá var bara sett Ibiza dance hard í græjurnar og í nýju fötin og búið til nýja pallarútínu.....henni var nú bara rúllað upp á No time!! :) Er að hugsa um að hafa tíma í kvöld kl.20:00 aftur uppí Betró ef að einhverjir vilja koma.....sendið mér bara SMS, ef ekki þá verð ég bara ein að æfa (dáldið sorglegt, ha?) ;)
En jæja...nóg af bulli í bili, hef ekkert að segja sem meikar sense, en jæja...lifi í gati en ekki í plati....adios ;p
------------------------------------------------------
Ég og Tóta fórum í Smáralindina í gær og keyptum íþróttaföt fyrir inneignarnótuna sem stelpurnar gáfuð mér.....TAKK stelpur! Ég verð að sýna ykkur......Þetta er geggjað flott, allavega hef ég heyrt þau komment ;p Mér fannst svo gaman að hafa verið búin að kaupa fötin að um leið og ég kom heim...þá var bara sett Ibiza dance hard í græjurnar og í nýju fötin og búið til nýja pallarútínu.....henni var nú bara rúllað upp á No time!! :) Er að hugsa um að hafa tíma í kvöld kl.20:00 aftur uppí Betró ef að einhverjir vilja koma.....sendið mér bara SMS, ef ekki þá verð ég bara ein að æfa (dáldið sorglegt, ha?) ;)
En jæja...nóg af bulli í bili, hef ekkert að segja sem meikar sense, en jæja...lifi í gati en ekki í plati....adios ;p
------------------------------------------------------
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Góðan og blessaðan morgunn! Hvað syngur í fólki? Ég er nú meira en lítið ekki sátt við hvað Tóta er búin að vera löt að skrifa.....það mætti halda að Gísli væri búinn að banna henni að fara í tölvuna ;)
Ég er að fara til tannsa á eftir....ekki sátt með það. Hélt að ég væri búin að fá minn skammt af tannlæknum yfir ævina en ég hafði greinilega rangt fyrir mér :( Var að vinna í gær...það var frekar lítið að gera, reyndar hentu krakkaasnarnir snjóbolta inn og þar af leiðandi duttu svona 50 vídeóspólur niður úr rekkunum. Ég var EKKI sátt! Reyndar týndi Þóra þær síðan upp....en alveg sama ;)
Annars þá kom enginn á sögustund í gær....ég sem var búin að hella upp á kakó og taka gleraugun hennar ömmu með svo þetta gæti virkað kósý ;p
En jæja rúsínur....back to reality, ops there goes gravity, ops there goes rapity...choke- he's so mad that he won't give up that, he says no........er lífið ekki annars fallegt þessa dagana? ;)
------------------------------------------------------
Ég er að fara til tannsa á eftir....ekki sátt með það. Hélt að ég væri búin að fá minn skammt af tannlæknum yfir ævina en ég hafði greinilega rangt fyrir mér :( Var að vinna í gær...það var frekar lítið að gera, reyndar hentu krakkaasnarnir snjóbolta inn og þar af leiðandi duttu svona 50 vídeóspólur niður úr rekkunum. Ég var EKKI sátt! Reyndar týndi Þóra þær síðan upp....en alveg sama ;)
Annars þá kom enginn á sögustund í gær....ég sem var búin að hella upp á kakó og taka gleraugun hennar ömmu með svo þetta gæti virkað kósý ;p
En jæja rúsínur....back to reality, ops there goes gravity, ops there goes rapity...choke- he's so mad that he won't give up that, he says no........er lífið ekki annars fallegt þessa dagana? ;)
------------------------------------------------------
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Life is beautiful these days ;) Snjórinn þekur allt saman, skólinn alltaf að nálgast lok annar með hverjum deginum sem líður og Erla er nú þekkt sem ,,the one" ;) Ég vildi óska þess að ég gæti hringt í ykkur ladies, en er innistæðulaus þannig að ef að þið lesið þetta, hringið í mig eða komið upp í sjoppu í kvöld....hef alveg massíva sögu að segja ykkur :p
Hvað á annars að gera um næstu helgi?? Hver vill koma og djamma? :)
Við Ágústa fórum í trommutíma í Afró í gær og það var ekkert smá stuð get ég sagt ykkur.....aldrei hefði mér dottið í hug að það væri erfitt að bongótrommast en believe me, það er aðeins erfiðara en þið haldið. En jæja...það eru svosem engar fréttir af mér þannig séð, var í skólanum í gær og missti svo af strætó 2var sinnum....fór svo á langa æfingu eftir það.
Heyri í ykkur later aligater....bæjó
------------------------------------------------------
Hvað á annars að gera um næstu helgi?? Hver vill koma og djamma? :)
Við Ágústa fórum í trommutíma í Afró í gær og það var ekkert smá stuð get ég sagt ykkur.....aldrei hefði mér dottið í hug að það væri erfitt að bongótrommast en believe me, það er aðeins erfiðara en þið haldið. En jæja...það eru svosem engar fréttir af mér þannig séð, var í skólanum í gær og missti svo af strætó 2var sinnum....fór svo á langa æfingu eftir það.
Heyri í ykkur later aligater....bæjó
------------------------------------------------------
mánudagur, nóvember 03, 2003
Góðan og blessaðan daginn gott fólk!!
Ég er allaveganna í jolly skapi hérna...fjölskylduboðið heppnaðist ágætlega í gær þrátt fyrir stóra bauga og mikla þynnku en allir sögðu að ég væri að standa mig vel svo að ég verð að taka þau bara á orðinu :)
Mamma bakaði alveg fullt af góðum kökum (sem eru reyndar búnar núna) og hele familiet mætti á svæðið. (Sem er ekki lítil get ég sagt ykkur)
Ég heyri í ykkur síðar......takk enn og aftur fyrir frábæra helgi!!
------------------------------------------------------
Ég er allaveganna í jolly skapi hérna...fjölskylduboðið heppnaðist ágætlega í gær þrátt fyrir stóra bauga og mikla þynnku en allir sögðu að ég væri að standa mig vel svo að ég verð að taka þau bara á orðinu :)
Mamma bakaði alveg fullt af góðum kökum (sem eru reyndar búnar núna) og hele familiet mætti á svæðið. (Sem er ekki lítil get ég sagt ykkur)
Ég heyri í ykkur síðar......takk enn og aftur fyrir frábæra helgi!!
------------------------------------------------------
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Erla er 20 ára í dag! Jei.......loksins ;)
Laugardagurinn heppnaðist ekkert smá vel get ég sagt ykkur, the best birthday ever!! :) En mikið svakalega hafði maður mikið að gera, það var hálfgerður killer! Ég vaknaði kl.10 eða eitthvað álíka og brunaði í ljós (svo að maður væri ekki næpa fyrir Afródansinn) og hitti Ester þar (óvart) sem var frekar fyndið, löng saga á bakvið það samt...;) En allaveganna þá þaut ég upp í ríkið eftir það til að kaupa í bolluna....mikill svakalegur stemmari var að kaupa í ríkinu sjálf ;)
Svo beið allt liðið eftir mér uppí Kringlu og nú þýddi ekkert annað en að duga eða drepast og við dönsuðum Afró á milli borða og héldum smá sýningu....þetta heppnaðist allt mjög vel og ég er ekki frá því að við höfum ekki neitt ruglast :) Ég endaði minn síðasta dans á því að dansa með stelpunum fyrir framan Hard Rock og ,,VÁ" hvað það var mikið af fólki þarna.....ekkert smá athyglisbrjálæði sem maður fékk þar get ég sagt ykkur....ÍHA!
Loksins þegar ég komst heim þá átti ég eftir að baða mig og henda mér í föt, taka til, búa til bolluna og ég veit ekki hvað og hvað...þannig að Erla bað Tótu S.O.S um að koma fyrr til að geta hjálpað mér ;) Við sátum svo einar og byrjuðum að svolgra bolluna....hún var nú dáldið lúmsk ;)
Svo komu allir sem ég bauð í veisluna og allir voru í svo góðu skapi :) Ég man ekki eftir því að hafa haldið svona skemmtilegt afmæli, takk allir!!!!!
Síðan á laugardag hafa margir skandalarnir verið að poppa upp í kollinum hjá mér...maður veit varla hvort það sé við hæfi að nefna sumt af þessu hérna in public ;) En allaveganna, muniði eftir því þegar sumir duttu kylliflatar á gólfið þegar átti að dansa voðalega flott? Eða eftir öllum myndunum sem ,,voru teknar" með engri filmu í.....ehemm......eða eftir Salsadansinum hennar Þóru? En jæja......I'll be back soon.....
ykkar Erla perla sem er orðin 20....hibb, hibb húrra!!
------------------------------------------------------
Laugardagurinn heppnaðist ekkert smá vel get ég sagt ykkur, the best birthday ever!! :) En mikið svakalega hafði maður mikið að gera, það var hálfgerður killer! Ég vaknaði kl.10 eða eitthvað álíka og brunaði í ljós (svo að maður væri ekki næpa fyrir Afródansinn) og hitti Ester þar (óvart) sem var frekar fyndið, löng saga á bakvið það samt...;) En allaveganna þá þaut ég upp í ríkið eftir það til að kaupa í bolluna....mikill svakalegur stemmari var að kaupa í ríkinu sjálf ;)
Svo beið allt liðið eftir mér uppí Kringlu og nú þýddi ekkert annað en að duga eða drepast og við dönsuðum Afró á milli borða og héldum smá sýningu....þetta heppnaðist allt mjög vel og ég er ekki frá því að við höfum ekki neitt ruglast :) Ég endaði minn síðasta dans á því að dansa með stelpunum fyrir framan Hard Rock og ,,VÁ" hvað það var mikið af fólki þarna.....ekkert smá athyglisbrjálæði sem maður fékk þar get ég sagt ykkur....ÍHA!
Loksins þegar ég komst heim þá átti ég eftir að baða mig og henda mér í föt, taka til, búa til bolluna og ég veit ekki hvað og hvað...þannig að Erla bað Tótu S.O.S um að koma fyrr til að geta hjálpað mér ;) Við sátum svo einar og byrjuðum að svolgra bolluna....hún var nú dáldið lúmsk ;)
Svo komu allir sem ég bauð í veisluna og allir voru í svo góðu skapi :) Ég man ekki eftir því að hafa haldið svona skemmtilegt afmæli, takk allir!!!!!
Síðan á laugardag hafa margir skandalarnir verið að poppa upp í kollinum hjá mér...maður veit varla hvort það sé við hæfi að nefna sumt af þessu hérna in public ;) En allaveganna, muniði eftir því þegar sumir duttu kylliflatar á gólfið þegar átti að dansa voðalega flott? Eða eftir öllum myndunum sem ,,voru teknar" með engri filmu í.....ehemm......eða eftir Salsadansinum hennar Þóru? En jæja......I'll be back soon.....
ykkar Erla perla sem er orðin 20....hibb, hibb húrra!!
------------------------------------------------------